Þorrablót Íslendingafélagsins í Björgvin 2017

Þorrablót Íslendingafélagsins í Björgvin 2017 verður haldið í Fensalen (Kong Oscars gate 15, 5017 Bergen) 4. Febrúar 2017. Miðaverð er 500 NOK Húsið opnar kl 18:30 og hefst dagskráin kl 19:30 Fólk er beðið um að skrá sig og staðfesta … Continue reading

More Galleries | 1 Comment

Áramótakveðja

 

Íslendingafélagið í Bergen óskar öllum farsældar á nýju ári og þakkar samverustundir á árinu sem er að líða.

áramót

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Aðventuhátíð Íslandingafélagsins í Bergen

Aðventuhátíðn er að þessu sinni í Skjoldkirke, Skjoldlia 55, 5236 Bergen laugardaginn 3. desember og hefst með guðsþjónustu kl 14:00.

Á eftir verður kirkjukaffi og jólatréskemmtun.Félagið sér um kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja veitingar á kaffiborðið.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg og skemmtileg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks.

Verið velkomin
Ísbjörg félag Íslendinga í Bergen, Sönghópurinn í Bergen og
Íslenski söfnuðurinn í Noregi

20131113-202254.jpg

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Næstu viðburðir hjá Íslendingafélaginu í Bergen

Kæru Íslendingar og aðrir velunnarar.

Næstu viðburðir hjá Íslendingafélaginu eru eftirfarandi:

3. desember 2016 Jólatréskemmtun/jólamessa

4. febrúar 2017 Þorrablót

Vil kvetja alla til að taka þessa daga frá fyrir notarlegar samverustundir. Nánari tímasetningar og staðsetningar auglýstar síðar.

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Haustfagnaður/Pöbbakvöld

This gallery contains 1 photo.

Kæru landar. Haustfagnaður Íslandingafélagsins verður haldinn laugardaginn 29.10.16 kl:20:00 á Calibar í Vaskerelven 1. Við ætlum að vera með spurningarkeppni, spjalla og blanda geði. Vonumst til að sjá sem flesta. Aðgangur er ókeypis.  

More Galleries | 1 Comment

17 júní 2016

Þjóðhátíðadagurinn okkar verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 19 júní í Sælen kirkju, Vardavegen 9, 5141 Bergen.

Hátíðarhöldin byrja með messu Íslenska safnaðarins kl 14:00

Að messu lokinni eða um kl 15:00 verðum við með skrúðgöngu, einnig verða leikir og andlitsmálning fyrir börn, happdrætti og söngatriði frá Íslenska sönghópnum í Bergen.

Íslenskar SS pylsur verða til sölu og einig verður kaffihlaðborð,en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffiborðið.

 

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Aðalfundarboð

Íslendingafélagið í Björgvin boðar til aðalfundar mánudaginn 4. April 2016 kl.19:30.

Fundurinn verður haldinn í Sandviken Menighetshus, Sandviksveien 41.

Dagskrá fundarins:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Framkvæmd 17. júní
4. Kjör stjórnar
5. Önnur mál

Vonumst eftir að sjá sem flesta, og óskum sérstaklega eftir fólki sem hefur áhuga á að starfa í stjórn félagsins.

Stjórnin

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment