Sönghópurinn í Bergen

Hæ kæru landar í Bergen og nágrenni!

Í vor var félagsskapur sem ætlar að kenna sig við söng , hverskonar, formlega stofnaður á Fløyen hér í Bergen. Hópurinn heitir „Sönghópurinn í Bergen“.

Við höfum hist nokkur s.l. vetur og skemmt okkur í góðum félagsskap við söng og sitthvað annað skemmtilegt.

Síðast sungum við í messu og á skemmtilegri samkomu Íslendingafélagsins í Bergen í tengslum við þjóðhátíðardag okkar Íslendinga og höfðum virkilega gaman af.

Nú dettur okkur í hug að kalla til ykkar sem etv. hefðuð gaman af að vera með á komandi önn. Við ætlum að hittast miðvikudaginn 22. ágúst kl. 17:30 i Sælen kirkju, Vardeveien 9 Fyllingsdalen og taka upp þráðinn við söng og spjall. Við viljum endilega hvetja ykkur til að prófa þó ekki væri annað

Koma svo! Bara skemmtilegt!

This entry was posted in Stjórn Íslendingafélagsins. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar