Íslensk jól í Åsane kirkju sunnudaginn 8. desember kl. 14:00

Íslensk jól í Åsane kirkju sunnudaginn 8. desember kl. 14:00

Aðventumessa og sunnudagaskóli kl 14:00

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju messar.
Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona kemur frá Íslandi og syngur fyrir kirkjugesti, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.
Sönghópur Íslendinga í Bergen syngur, stjórnandi Tanja Shrajk. Ingibjartur Jónsson leikur á orgelið.
Gopelkrakkarnir úr sunnudagaskólanum syngja fyrir kirkjugesti. Sunnudagskóli á sama tíma undir stjórn Helgu Sigríðar Þórsdóttur og Rebekku Ingibjartsdóttur.

Jólaball Íslendingafélagsins hefst kl 15:00

Jólaballið er haldið í safnaðarheimili kirkjunnar. Félagið sér um kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffihlaðborðið. Dansað verður í kringum jólatréð og að venju er von á íslenskum jólasveinum með eitthvað gott í poka.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks.

Verið velkomin

Íslendinga félagið í Björgvin og Íslenski söfnuðurinn í Noregi

20131125-203707.jpg

This entry was posted in Stjórn Íslendingafélagsins. Bookmark the permalink.

One Response to Íslensk jól í Åsane kirkju sunnudaginn 8. desember kl. 14:00

  1. Katrín Ingvadóttir says:

    Væri ekki einhver félagsmaður/kona til í að astoða okkur í eldhúsinu á jólaballinu 8 des, hafið endilega samband við mig í sima 90580813 eða á netfangið katrin@isbjorg.com

Skildu eftir svar