Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen annan sunnudag í aðventu kl.14

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA

Aðventuhátíð fyrir Bergensvæðið verður að þessu sinni haldin í Sælen kirkju, Vardeveien 9, 5141 Bergen,  annan sunnudag í aðventu, 6. desember kl.14.

Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir messar. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Sönghópinn í Bergen hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvaranum Rúnari Þór Guðmundssyni.   Tanja Johansen mun sjá um undirleik.

Sunnudagaskólabörnin tendra annað kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn verður á sínum stað fyrir yngstu börnin í umsjá Gígju Guðbrandsdóttur.

Að venju sér Íslendingafélagið og Sönghópurinn í Bergen um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu og gengið verður og sungið í kringum jólatréð. Félögin sjá um undirbúning, kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffihlaðborðið. Að venju er von á íslenskum jólasveinum með eitthvað gott í poka.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg og skemmtileg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks.

Verið hjartanlega velkomin.

Íslenski söfnuðurinn í Noregi

Islendingafélagið í Björgvin

Sönghópurinn í Bergen
Takið frá annan sunnudag í aðventu, 6.desember kl.14.

Hér er Sælen kirkja:

https://goo.gl/maps/gDvUTMsPXyS2

This entry was posted in Stjórn Íslendingafélagsins. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar