ÞORRABLÓT 2016

EKKI ER RÁÐ NEMA Í TÍMA SÉ TEKIÐ:

Við stefnum á halda Þorrablót Íslendingafélagsins í Björgvin þann 6 febrúar 2016.

Í því tilefni langar okkur í stjórn félagsins að auglýsa dagsetninguna hér og nú og kanna viðbrögð og áhuga, þannig að hægt sé að festa okkur salarkynni við hæfi. Eins og stendur erum við búin að bóka Fensalen í miðbæ Bergen, sem tekur um 90 manns í sæti. Við að sjálfsögðu vonumst eftir að svo margir sýni áhuga og vilji mæta, enn til að vera raunsæ, þá höfum við minni og hagstæðari/hagkvæmari sali í huga líka.

Við áætlum ef næg þáttaka er fyrir hendi að fá til okkar hljómsveit, nógan þorramat að heiman og ýmis skemmtilegheit.

Áhugasamir mega meira enn gjarnan senda línu á okkur á postfangið katrin@isbjorg.com um mögulega þáttöku/skráningu

Njótið aðventunnar

Stjórn Íslendingafélagsins í Björgvin

This entry was posted in Stjórn Íslendingafélagsins. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar