17 júní 2016

Þjóðhátíðadagurinn okkar verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 19 júní í Sælen kirkju, Vardavegen 9, 5141 Bergen.

Hátíðarhöldin byrja með messu Íslenska safnaðarins kl 14:00

Að messu lokinni eða um kl 15:00 verðum við með skrúðgöngu, einnig verða leikir og andlitsmálning fyrir börn, happdrætti og söngatriði frá Íslenska sönghópnum í Bergen.

Íslenskar SS pylsur verða til sölu og einig verður kaffihlaðborð,en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffiborðið.

 

This entry was posted in Stjórn Íslendingafélagsins. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar