Haustfagnaður/Pöbbakvöld

This gallery contains 1 photo.

Kæru landar. Haustfagnaður Íslandingafélagsins verður haldinn laugardaginn 29.10.16 kl:20:00 á Calibar í Vaskerelven 1. Við ætlum að vera með spurningarkeppni, spjalla og blanda geði. Vonumst til að sjá sem flesta. Aðgangur er ókeypis.  

More Galleries | 1 Comment

17 júní 2016

Þjóðhátíðadagurinn okkar verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 19 júní í Sælen kirkju, Vardavegen 9, 5141 Bergen.

Hátíðarhöldin byrja með messu Íslenska safnaðarins kl 14:00

Að messu lokinni eða um kl 15:00 verðum við með skrúðgöngu, einnig verða leikir og andlitsmálning fyrir börn, happdrætti og söngatriði frá Íslenska sönghópnum í Bergen.

Íslenskar SS pylsur verða til sölu og einig verður kaffihlaðborð,en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffiborðið.

 

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Aðalfundarboð

Íslendingafélagið í Björgvin boðar til aðalfundar mánudaginn 4. April 2016 kl.19:30.

Fundurinn verður haldinn í Sandviken Menighetshus, Sandviksveien 41.

Dagskrá fundarins:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Framkvæmd 17. júní
4. Kjör stjórnar
5. Önnur mál

Vonumst eftir að sjá sem flesta, og óskum sérstaklega eftir fólki sem hefur áhuga á að starfa í stjórn félagsins.

Stjórnin

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Þorrablót 2016 Skráning

https://www.flickr.com/photos/sbs_iceland/

Þorrablót Íslendinga félagsins í Björgvin 2016 verður haldið í Fensalen (Kong Oscars gate 15, 5017 Bergen) 6. Febrúar 2016.

Miðaverð er 500 NOK
Húsið opnar kl 18:30 og hefst dagskráin kl 19:30

Fólk er beðið um að skrá sig svo hægt verði að panta mat og gera viðeigandi ráðstafanir.

Skráningu líkur Miðvikudaginn 29. Janúar 2016.

Miðapantanir á isbjorg@isbjorg.com

Íslenskur Þorramatur á borðstólnum, íslensk skemmtiatriði og íslenskt brennivín.

Stjórn Íslendingafélagsins í Björgvin

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

ÞORRABLÓT 2016

EKKI ER RÁÐ NEMA Í TÍMA SÉ TEKIÐ:

Við stefnum á halda Þorrablót Íslendingafélagsins í Björgvin þann 6 febrúar 2016.

Í því tilefni langar okkur í stjórn félagsins að auglýsa dagsetninguna hér og nú og kanna viðbrögð og áhuga, þannig að hægt sé að festa okkur salarkynni við hæfi. Eins og stendur erum við búin að bóka Fensalen í miðbæ Bergen, sem tekur um 90 manns í sæti. Við að sjálfsögðu vonumst eftir að svo margir sýni áhuga og vilji mæta, enn til að vera raunsæ, þá höfum við minni og hagstæðari/hagkvæmari sali í huga líka.

Við áætlum ef næg þáttaka er fyrir hendi að fá til okkar hljómsveit, nógan þorramat að heiman og ýmis skemmtilegheit.

Áhugasamir mega meira enn gjarnan senda línu á okkur á postfangið katrin@isbjorg.com um mögulega þáttöku/skráningu

Njótið aðventunnar

Stjórn Íslendingafélagsins í Björgvin

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen annan sunnudag í aðventu kl.14

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA

Aðventuhátíð fyrir Bergensvæðið verður að þessu sinni haldin í Sælen kirkju, Vardeveien 9, 5141 Bergen,  annan sunnudag í aðventu, 6. desember kl.14.

Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir messar. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Sönghópinn í Bergen hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvaranum Rúnari Þór Guðmundssyni.   Tanja Johansen mun sjá um undirleik.

Sunnudagaskólabörnin tendra annað kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn verður á sínum stað fyrir yngstu börnin í umsjá Gígju Guðbrandsdóttur.

Að venju sér Íslendingafélagið og Sönghópurinn í Bergen um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu og gengið verður og sungið í kringum jólatréð. Félögin sjá um undirbúning, kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffihlaðborðið. Að venju er von á íslenskum jólasveinum með eitthvað gott í poka.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg og skemmtileg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks.

Verið hjartanlega velkomin.

Íslenski söfnuðurinn í Noregi

Islendingafélagið í Björgvin

Sönghópurinn í Bergen
Takið frá annan sunnudag í aðventu, 6.desember kl.14.

Hér er Sælen kirkja:

https://goo.gl/maps/gDvUTMsPXyS2

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Haustfagnaður

barbarista

Íslendingafélagið í Björgvin verður með haustfagnað 14. Nóvember. Herlegheitin fara fram á Bar Barista og opnar húsið kl 19:00

Boðið verður upp á kjötsúpu og er barinn opinn.

Endilega skráðið ykkur á facebook svo að við höfum einhverja hugmynd hvað margir mæta.

Verð kr 150, tökum ekki kort.

Skráning hér. facebook

Stjórnin

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment