Aðalfundarboð

Íslendingafélagið í Björgvin boðar til aðalfundar mánudaginn 4. Maí 2015 kl.19:30.

Fundurinn verður haldinn í Sandviken Menighetshus, Sandviksveien 41.

Dagskrá fundarins:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Framkvæmd 17. júní
4. Kjör stjórnar
5. Önnur mál

Vonumst eftir að sjá sem flesta, og óskum sérstaklega eftir fólki sem hefur áhuga á að starfa í stjórn félagsins.

Stjórnin

image

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Páskaegg

Komin í Meny Nesttun

image

Einnig malt og appelsin, lakkrís.

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

vonarstræti

Bergen filmfest

image

http://www.bergenkino.no

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Þorrablót 2015

Stjórn Íslendingafélagsins í Björgvin kom saman í vikunni og fundaði um fyrirhugað þorrablót,  þar sem talsverðs undirbúnings og framkvæmdar er þörf sem kreftst vinnuframlags fleirra, var niðurstaðan sú að ekki verður fært að halda þorrablót sem áætlað var í febrúar 2015 . Stjórnin vill gjarnan leysa þetta verkefni vel af hendi enn sér sig því miður ekki fært vegna aðstæðna að gera það í ár.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að halda lífi í félaginu að mæta á aðalfund félagsins sem haldinn verður í april (nánar dagsetning auglýst síðar). Stefnum að halda öflugara blót að ári.

Stjórnin.

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Hafdís og Klemmi

hogkLeiksýningin, Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins, undir leikstjórn Þorleifs Einarssonar, er á leið til Noregs í boði Íslenska safnaðarins í Noregi. Hafdís og Klemmi eru skemmtilegir krakkar sem rata í ýmis ævintýri sem gaman er að fylgjast með.

Leiksýningin verður sýnd í Bergen, laugardaginn 24. janúar kl. 14.30 í Fana Kulturhus i Nesttun, Østre Nesttunvegen 18

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Posted in Auglýsingar | Leave a comment

Íslensk jól í Åsane kirkju

laufabrauðsunnudaginn 7. desember kl. 14:00
Aðventumessa og sunnudagaskóli kl 14:00

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
Gunnar Þórðarson kemur frá Íslandi og spilar og syngur fyrir kirkjugesti, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Sönghópur Íslendinga í Bergen syngur, stjórnandi Tanja Shrajk. Ingibjartur Jónsson leikur á orgelið.  Gospelkrakkarnir úr sunnudagaskólanum syngja fyrir kirkjugesti. Sunnudagskóli á sama tíma undir stjórn Helgu Sigríðar Þórsdóttur og Rebekku Ingibjartsdóttur.

Jólaball Íslendingafélagsins hefst kl 15:00

Jólaballið er haldið í safnaðarheimili kirkjunnar, á neðri hæð. Félagið sér um kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffihlaðborðið. Dansað verður í kringum jólatréð og að venju er von á íslenskum jólasveinum með eitthvað gott í poka.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg og skemmtileg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks.

Verið velkomin
Ísbjörg félag Íslendinga í Bergen og
Íslenski söfnuðurinn í Noregi

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment

Íslenskur sunnudagaskóli 17.10. kl. 14.00

IMG_1741

Íslenski sunnudagaskólinn í Bergen verður næstkomandi sunnudag, 19. október í Skjoldkirkju, Skjoldlia 55 kl. 14:00.
Efni vetrarins ber yfirskriftina “ í sjöunda himni“. Við lærum sönginn í 7. himni og sjáum nýja teiknimynd sem heitir „Holy moly“. Brúðurnar Rebbi og Mýsla mæta á svæðið og við skemmtum okkur vel. Öll börn fá veggspjald og límmiða.
Á eftir setjumst við niður og fáum okkur kaffi, saft og með því og eigum saman notarlega stund með samlöndunum.
Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest 😉

Posted in Stjórn Íslendingafélagsins | Leave a comment